Undanfarið hef ég verið að prjóna fingravettlinga í bláum lit. Mynstrið verður til jafnóðum. Nú hef ég komist að því að það er sennilega ekki sniðugt að prjóna svona af fingrum fram. Nýtt mynstur er því á teikniborðinu og það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.