… og áfram heldur Covid

Covid – 19 heldur áfram að veikja fólk, bæði hér heima á Íslandi og erlendis. Fjölskyldur ná ekki að hittast og það er erfitt. Maður vonar að allir fari varlega og reyni að forðast smit, bæði til að létta á heilbrigðiskerfinu okkar og eins til að vernda sjálfan sig og sína nánustu.

Mér finnst gott að hafa eitthvað fyrir stafni á þessum tímum og helst eitthvað sem mér finnst skipta máli. Eitt er, að dunda sér við að teikna og mála. Það gerir mér gott. Um leið og ég teikna er gott að hlusta á góða tónlist og hugsa til þeirra sem maður elskar en fær ekki að hitta þessi misserin þar sem þeir búa í öðrum löndum. ÉG hlakka mikið til þegar við fjölskyldan verðum öll saman á ný.

Published by

Óþekkt's avatar

bryndiskristin

Ég er elst fimm systkina. Ég er gift og á fjögur börn; Einar Svan, Þráinn Svan, Áslaugu Sóllilju og Bryndísi Lílju. Ég útskrifaðist sem B.Ed. 1981 frá KHÍ. Haustið 2010 lauk ég M.Ed. í menntunarfræðum með áherslu á fullorðinsfræðslu og mannauðsþróun frá HÍ.

Færðu inn athugasemd