Jólakveðjur … þegar nútíminn ákvað að stela kveðjunum

Ég hef á hverju ári í mörg, mörg ár sent jólakort til ættingja og vina minna. Ég hef sjálf hannað kortin og teiknað forsíðumynd og síðan fylgir texti og ljósmyndir af fjölskyldunni með. Svona eins konar fréttaannáll í mjög stuttu máli og ég er alltaf á síðustu stundu með kortin.

Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að fá jólakveðjur í umslagi frá ættingjum og vinum, en nú er það að verða búið spil. Það nenna fæstir að senda jólakort og láta duga að senda kveðjur, til dæmis á Facebook. Ég sakna mjög þeirra stunda þegar ég settist niður, seint á aðfangadagskvöld, til að lesa jólakortin. Ég þrjóskast við og sendi enn kort á mína nánustu og jafnvel skreyti umslögin líka svona eins og til að mótmæla þessari þróun.

Góð vinkona mín, sem hefur mikla trú á mér, hefur rammað inn margar af þessum myndum og hengt upp á vegg. Ég get ekki annað en verið þakklát henni fyrir það. Hún er þá svona ákveðinn kynningarfulltrúi fyrir mig og mínar myndir.

2025

2024

2023.

Fleiri sýnishorn

Það er mjög líklegt að ég þráist við næstu árin og sendi áfram jólakort að gömlum og góðum sið. En ég er líka pínu skrýtin kona.

Published by

Óþekkt's avatar

bryndiskristin

Ég er elst fimm systkina. Ég er gift og á fjögur börn; Einar Svan, Þráinn Svan, Áslaugu Sóllilju og Bryndísi Lílju. Ég útskrifaðist sem B.Ed. 1981 frá KHÍ. Haustið 2010 lauk ég M.Ed. í menntunarfræðum með áherslu á fullorðinsfræðslu og mannauðsþróun frá HÍ.

Færðu inn athugasemd