Ég heiti Bryndís Kristín Williams Þráinsdóttir. Ég er fósturbarn og telst elst af fimm börnum Þráins Þorvaldssonar og Soffíu Þorgrímsdóttur. Systkini mín eru: Áslaug, Þorgrímur, Þorgerður og Hermann.
Ég er gift og á fjögur börn; Einar Svan, Þráinn Svan, Áslaugu Sóllilju og Bryndísi Lilju. Ég er amma þriggja Einars- og Guðnýjarbarna sem búa í Danmörku og síðan bættist lítill drengur við vorið 2025, Áslaugar og Friðriksson.
Ég starfaði sem framkvæmdastjóri Farskólans – miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra frá 2001 til 2024. Ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá KHÍ árið 1981 og lauk M.Ed í menntunarfræðum með áherslu á fullorðinsfræðslu og mannauðsþróun frá HÍ haustið 2009.
Haustið 2019 og árið 2020 stundaði ég nám á Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ætlað er fyrir verðandi myndlistarkennara og sótti námskeiðin: Teikning og málun, sjónlistir og leirmótun. Vorið 2023 var ég aftur komin á skólabekk í Háskóla Íslands og sótti námskeiðið Að kenna íslensku sem annað mál. Það er svo gaman að læra.
